tisa: Til hamingju allir

miðvikudagur, mars 29, 2006

Til hamingju allir

Þetta er búið að gerast.

Pabbi varð fimmtugur og allt voða gaman í kringum það. Ég og Erla systir fórum aðeins yfir um í Söstrene Grene og ákváðum að gerast listamenn, við keyptum málngapensla, trönu, málningarplatta og bara allan pakkan ... Við gáfum pabba sem sagt tvö ómetanleg listaverk og skelltum reyndar einu gjafabréfi með til að líta ekki út fyrir að vera nískari en allt.


Margrét, massamaskínan eina sanna, tók þátt í fitnesskeppni fyrir grunnskólana og svoleiðis valtaði yfir allt og alla í sinni grein. Reyndar var hún í liði og allir hinir í liðinu voru afskaplega lélegir þannig Seljaskóli vann ekki en hún Margrét .... úff passiði ykkur. Þessu var svo auðvitað sjónvarpað á Sýn á prime-time


Okei, skólinn... það er kosningavika þannig það er búið að vera dæla í mann nammi, ís, candyflos, kökum og öllu milli himins og jarðar, þannig ég er feit og fékk bólu.
En þar sem ég er auðvitað hápólítísk manneskja og telst vera dugnaðarforkur hinn mesti og frábær í alla staði ákváðum við stelpurnar, ásamt einum traustum dreng honum Natani, að skella okkur út í kosningabaráttu og buðum okkur fram í ljósmyndanefnd. Ég er frekar sigurviss þar sem enginn er að bjóða sig fram á móti og er maður tjahhh... sjálfkjörin.


Herbergið mitt er bókstaflega byrjað að mygla þar sem það er einhver raki á ferðinni undir rúmi. Grár stuttermabolur sem stóð á Australia skemmdist vegna myglu. Samt er ég ekki búin að þrífa... Ég er samt búin að skipuleggja rán á þrífikonunni sem þrífur húsið hans Magga.


Krakkarnir hérna hafa ákveðið að fara í grenju-maraþon og eru án efa búin að slá öll met ásamt þess að skemma það sem eftir var af geðheilsu minni.

Þetta er að fara að gerast

Ég er að fara að klára ökuskóla 2 á morgun og mun þá í framhaldi að því taka skriflegt ökupróf. Ég færist alltaf nær og nær.... mmmm roadtrip.


Ég neyðist til að kaupa afmælisgjöf. Ég hata að kaupa eitthvað handa öðrum vil eyða MÍNUM pening sem ÉG vann MÉR inn í MIG.


Það setuverkfall í vinnunni í dag. Það gengur þannig fyrir sig að allir vinna hægar og eru lengur að öllu. Afhverju finnst mér það ekki alveg meika sens að vera lengur í vinnunni þegar maður á að vera í verkfalli?


Ég ætla að taka herbergið mitt fyrir í dag. Eða að minnsta kosti að hugsa um að taka herbergið mitt í gegn.


Nú ætla ég að fá mér næringu.

Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 15:01

3 comments